Viggó Kristjánsson átti stórleik í gífurlega sterkum þriggja marka útisigri á Kiel, 34:31, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.
Viggó skoraði sjö mörk fyrir Leipzig og var næst markahæsti maður leiksins á eftir norsku stjörnunni Sander Sagosen, með átta. Ásamt því lagði hann sex upp.
Með sigrinum er Leipzig er í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig en Rúnar Sigtryggsson er þjálfari liðsins.