Atli verður í banni gegn Val

Atli Ævar Ingólfsson er línumaður Selfyssinga.
Atli Ævar Ingólfsson er línumaður Selfyssinga. mbl.is/Óttar Geirsson

Atli Ævar Ingólfsson, línumaður handboltaliðs Selfyssinga, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ.

Atli Ævar fékk útilokun með skýrslu í leik Selfoss gegn ÍR síðasta föstudagskvöld, vegna „mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar,“ eins og það er orðað í úrskurði aganefndar á vef HSÍ.

Atli verður því ekki með Selfyssingum þegar þeir fá Val í heimsókn í næsta leik sínum í úrvalsdeildinni föstudaginn 17. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert