Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handknattleik, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ vegna „mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar“ hans eftir viðureign Eyjakvenna og Vals um fyrri helgi.
Sigurður var sakaður um að hafa slegið í afturenda starfsmanns Vals eftir leikinn og í framhaldi af því látið óviðeigandi orð falla ásamt bendingum til leikmanns Valsliðsins.
Næstu tveir leikir ÍBV eru útileikur gegn Haukum í úrvalsdeildinni á föstudagskvöldið og undanúrslitaleikur í bikarkeppninni gegn Selfossi í Laugardalshöll næsta miðvikudagskvöld.
Sjá má ítarlega umfjöllun um úrskurðinn á vef HSÍ.