Óskar leggur skóna á hilluna

Óskar Ólafsson (t.h.) í treyju Drammen.
Óskar Ólafsson (t.h.) í treyju Drammen. Ljósmynd/Drammen

Handknattleiksmaðurinn Óskar Ólafsson, leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Drammen, mun leggja skóna á hilluna að yfirstandandi keppnistímabili loknu.

Handbolti.is greinir frá.

Óskar, sem verður 29 ára í apríl, er rétthent skytta sem hefur leikið í Noregi allan sinn feril og þar á meðal með Drammen frá árinu 2016.

Hann hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár þar sem hann var til að mynda í æfingahóp fyrir HM 2023 í Svíþjóð og Póllandi.

Auðnaðist Óskari þó ekki að leika fyrir Íslands hönd. Hann er fæddur á Íslandi en hefur verið búsettur í Noregi frá tveggja ára aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert