ÍBV vann sinn fjórtánda leik í röð í Olís-deild kvenna í handknattleik með sjö marka útisigri á Haukum, 30:23, á Ásvöllum í dag.
Eyjakonur byrjuðu mun betur og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. Jafnt og þétt unnu Haukakonur sig inn í leikinn og þegar að sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin jöfn, 12:12.
Eyjaliðið átti þó lokamark fyrri hálfleiksins og fór einu marki yfir inn í hálfleikinn, 15:14.
Í byrjun seinni hálfleiks náði ÍBV tveggja til þriggja marka forystu snemma og viðhélt henni mestmegnis. Svo er tíu mínútur voru eftir var eins og að Haukarnir sprungu og Eyjakonur völtuðu yfir þá.
Að lokum vann ÍBV afar sannfærandi sjö marka sigur, 30:23, í mestmegnis nokkuð jöfnum leik.
Enn og aftur fór Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir á kostum í liði ÍBV og setti níu mörk, Næst markahæst var liðskona hennar, Birna Berg Haraldsdóttir með sex stykki.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Natasja Hammer og Ragnheiður Ragnarsdóttir voru markahæstar í liði Hauka með fjögur hvor.
Með sigrinum endurheimtu Eyjakonur toppsætið, nú með 32 stig. Haukar eru í 5 sæti með 12 stig.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Natasja Hammer 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Sara Odden 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 11.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Bríet Ómarsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11.