Harpa María Friðgeirsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fram. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára, út keppnistímabilið 2024/2025.
Harpa María, sem er uppalin hjá Fram, er 22 ára vinstri hornamaður sem lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir liðið keppnistímabilið 2017/2018.
Á yfirstandandi tímabili hefur hún skorað 19 mörk í 18 leikjum í úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni, þar sem Fram er í fjórða sæti, níu stigum á eftir Val og ÍBV í efstu tveimur sætunum.
Harpa María varð Íslandsmeistari með Fram á síðasta tímabili.