„Fyrst Guðmundur var látinn fara þá hefði ég viljað sjá algjörlega nýtt teymi koma inn í þetta,“ segir Sigurður Sveinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og síðar þjálfari, um þjálfaramál karlalandsliðsins.
„Valur hefði unnið þetta tékkneska lið, um það er ég sannfærður, og ég hefði viljað sjá Snorra Stein og Óskar Bjarna taka við þessu um leið og Guðmundur hætti.
Valur er að spila þennan skemmtilega sóknarbolta sem landsliðið vill spila og Snorri Steinn á skilið tækifæri. Þeir sem stýra þessu eiga að vera þarna í fullu starfi og það er spurning hvort það sé ekki hægt að ráða teymi sem myndi stýra bæði A-, B- og yngri landsliðum Íslands,“
Rætt er við Sigurð, Atla Hilmarsson, Díönu Guðjónsdóttur og Hörpu Melsteð um þjálfaramál landsliðsins og frammistöðuna gegn Tékkum í Morgunblaðinu í dag.