„Ef Dagur er tilbúinn að taka við liðinu eftir ár þá finnst mér þess virði að bíða eftir því,“ segir Atli Hilmarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og þjálfari um árabil.
„Það er hins vegar líklegt að það sé stórmót fram undan í janúar, og ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er, en það er ljóst að það þarf einhver að stýra liðinu þar.
Ég held að það sé ekki ráðlegt að fá inn nýjan mann á þessum tímapunkti. Við eigum þrjá leiki eftir í undankeppni EM og það er fínt að klára þá leiki. Ef Dagur er ekki klár næsta sumar þá gæti verið gáfulegt að fá inn útlending til þess að taka við liðinu nú í sumar.“
Rætt er við Atla, Díönu Guðjónsdóttur, Sigurð Sveinsson og Hörpu Melsteð um þjálfaramál landsliðsins og frammistöðuna gegn Tékkum í Morgunblaðinu í dag.