Væri gott að fá erlendan þjálfara

Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson tóku við til bráðabirgða …
Gunnar Magnússon og Ágúst Þór Jóhannsson tóku við til bráðabirgða af Guðmundi Þ. Guðmundssyni. Kristinn Magnússon

„Ég vil fá erlendan þjálfara til þess að taka við þessu,“ segir Harpa Melsteð, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik, um þjálfaramálin hjá karlalandsliði Íslands.

„Þetta er rétti tímapunkturinn til þess að fá inn einhvern hlutlausan sem kemur inn með nýjar áherslur, einhvern sem strákarnir bera virðingu fyrir, líkt og þegar Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta.

Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru báðir frábærir þjálfarar en það er ekki víst að tímasetningin henti í þetta skipti þó þeir gætu tekið við liðinu í framtíðinni. Efniviðurinn er svo sannarlega til staðar en það vantar algjörlega núllstillingu í liðið ef svo má segja,“ segir Harpa Melsteð.

Rætt er við Hörpu, Atla Hilmarsson, Díönu Guðjónsdóttur og Sigurð Sveinsson um þjálfaramál landsliðsins og frammistöðuna gegn Tékkum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert