Landsliðskonan Andrea Jacobsen var stórgóð í 15 marka útisigri EH Alaborg á Hadsten í dönsku B-deildinni í handknattleik í dag.
Leiknum lauk með stórsigri Álaborgar, 33:18. Andrea skoraði sex mörk í leiknum, mest allra í liði Álaborgar.
Álaborg er í efsta sæti B-deildarinnar með 36 stig, fjórum meira en Bjerringbro í öðru sæti.