Fram staðfestir komu Rúnars

Rúnar Kárason
Rúnar Kárason Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksdeild Fram og Rúnar Kárason hafa komist að samkomulagi um að Rúnar spili með liðinu næstu tvö árin.

Rúnar er uppalinn í Fram og lék með liðinu til ársins 2009 er hann hélt í atvinnumennsku. 

Rúnar hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö tímabil en hann mun skipta formlega yfir í Fram þegar yfirstandandi tímabili lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert