Fram vann á Selfossi

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði átta mörk í dag.
Perla Ruth Albertsdóttir skoraði átta mörk í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Fram vann góðan fjögurra marka útisigur á Selfossi, 28:24, í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. 

Jafnræði var á milli liðanna fyrsta korter leiksins en eftir náðu Framkonur öllum tökum á leiknum. Mest náði Framliðið sex marka forystu, 12:6, á 19. mínútu. 

Selfyssingar minnkuðu aðeins muninn undir lok fyrri hálfleiksins en Fram leiddi með fjórum í hálfleik, 17:13. 

Framkonur héldu forystu sinni mestallan seinni hálfleikinn og var sigurinn aldrei í hættu. Að lokum vann Fram fjögurra marka sigur, 28:24. 

Framkonan Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í leiknum með átta stykki en Perla er uppalinn Selfyssingur og gerði nýverið tveggja ára samning við félagið frá og með næstu leiktíð. Katla María Magnúsdóttir var markahæst í liði Selfoss með sjö. 

Fram er í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig. Selfoss er í næstneðsta með átta. 

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 7, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1. 

Varin skot: Cornelia Hermansson 14.

Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Sara Katrín Gunnarsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Tinna Valgerður Gísladóttir 1. 

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert