Skuldum okkur og þjóðinni alvöruleik

Aron Pálmarsson er að vonum ósáttur við frammistöðu liðsins gegn …
Aron Pálmarsson er að vonum ósáttur við frammistöðu liðsins gegn Tékkum á miðvikudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var lítið sofið nóttina eftir Tékkaleikinn og svo tók við langt ferðalag heim til Íslands þannig að maður hefur hugsað um lítið annað síðan á miðvikudaginn en þetta tap í Brno,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins í Safamýri í gær.

Íslenska liðið tapaði illa fyrir Tékkum í Brno, 22:17, á miðvikudaginn en sjálfur átti Aron ekki sinn besta dag og skoraði einungis eitt mark í leiknum. Ísland og Tékkland mætast á nýjan leik í Laugardalshöll á morgun og þarf Ísland að vinna með sex marka mun hið minnsta til þess að endurheimta toppsæti riðilsins á nýjan leik.

„Við erum búnir að fara vel yfir Tékkaleikinn og þetta hefur klárlega verið erfitt. Svo ég segi það bara eins og það er þá vorum við allir brjálaðir eftir Tékkaleikinn og við vorum mjög ósáttir með eigin frammistöðu. Við vorum mjög langt frá þeim gæðaflokki sem við viljum vera í og þeim gæðum sem við teljum búa í liðinu," sagði Aron.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert