Valur vann sterkan heimasigur á Stjörnunni, 30:28, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olís-deildinni, á Hlíðarenda í dag.
Liðin skiptu á milli sín mörkunum í byrjun leiks en er fyrri hálfleikurinn var nokkurn veginn hálfnaður náði Valsliðið góðri forystu, 11:5.
Stjörnukonur klóruðu aðeins í bakkann undir lok fyrri hálfleiksins og fóru fjórum mörkum undir í hálfleik, 12:16.
Seinni hálfleikurinn var mun jafnari en Stjörnuliðið minnkaði muninn hægt og rólega, og minnst í tvö mörk á 52. mínútu, 24:26. Valsliðið náði þá aftur á móti 3:1 kafla og komu sér í 29:25 með fjórar mínútur eftir.
Þá virtust úrslitin vera ráðin en Stjarnan náði að minnka muninn í 1 mark, 28:29, á síðustu mínútunni. Það dugði hinsvegar ekki og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði lokamark leiksins úr vítaskoti og tryggði Val tveggja marka sigur, 30:28.
Stjörnukonan Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í leiknum með níu stykki. Mariam Eradze og Þórey Anna voru markahæstar í Valsliðinu með fimm hvor.
Með sigrinum jafnar Valur ÍBV að stigum í toppsæti deildarinnar með 32 hvor en Eyjakonur eiga leik til góða. Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig.
Mörk Vals: Mariam Eradze 5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Thea Imani Sturludóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Auður Ester Gestsdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 7, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 3.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Lena Margrét Valdimarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 2, Britney Emilie Florianne Cots 1.
Varin skot: Darija Zecevic 13.