Ísrael hafði betur gegn Eistlandi

Ísrael hafði betur gegn Eistlandi í riðli Íslands.
Ísrael hafði betur gegn Eistlandi í riðli Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Daniel Mosindi og Nadav Cohen voru markahæstir hjá Ísrael þegar liðið tók á móti Eistlandi í 3. riðli undankeppni EM 2024, riðli Íslands, í Tel Aviv í Ísrael í dag.

Leiknum lauk með tveggja marka sigri Ísraels, 29:27, en þeir Mosindi og Cohen skoruðu sex mörk hvor.

Staðan í hálfleik var 15:13, Ísrael í vil, en Mait Patrail var markahæstur hjá Eistlandi með sex mörk.

Ísland er í efsta sæti riðilsins með sex stig, líkt og Tékkland, Eistland kemur þar á eftir með tvö stig og Ísrael er einnig með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert