Gífurlegt áfall fyrir bikarmeistarana

Sara Sif Helgadóttir (nr. 3) fagnar sigri með liðsfélögum sínum …
Sara Sif Helgadóttir (nr. 3) fagnar sigri með liðsfélögum sínum í Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkjandi bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna hafa orðið fyrir miklu áfalli þar sem landsliðsmarkvörðurinn Sara Sif Helgadóttir er meidd og leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Handbolti.is greinir frá.

Sara Sif meiddist í síðasta leik Vals, gegn Stjörnunni í Olísdeildinni á laugardag, og hefur myndataka leitt í ljós að hún verður frá í að minnsta kosti átta vikur eftir að hafa meiðst á hné.

Aftara krossband í hægra hné er tognað og einnig eru liðbönd í hné tognuð.

Þrátt fyrir áfallið fór því betur en á horfðist þar sem óttast var að krossbandið hafi slitnað, sem þýðir iðulega 9 til 12 mánaða fjarveru.

Valur á fyrir höndum leik í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Haukum í Laugardalshöll annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert