Haukar og Valur mætast í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta í Laugardalshöll í kvöld.
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, greindi frá því fyrir leik að hans lið verði án þeirra Morgan Marie Þorkelsdóttur og Söru Sifjar Helgadóttur markvarðar.
Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sagði hins vegar að hennar lið væri fullskipað og að allir leikmenn væru klárir í slaginn.
Leikurinn hefst kl. 18.00 og er í beinni textalýsingu á mbl.is.