Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Veszprém tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum ungversku bikarkeppninnar í handknattleik með stórsigri á Gyöngyösi, 43:30.
Bjarki og Mikita Vailupau voru markahæstu menn Veszprém í leiknum með sex mörk hvor. Bjarki skoraði úr sex öllum skotum sínum utan af velli, fimm þeirra í síðari hálfleiknum, en brást bogalistin úr einu vítakasti.
Auk Veszprém eru Pick Szeged, Dabas og Tatabánya komin í undanúrslit keppninnar.