Í kvöld ræðst hvaða lið leika til úrslita í bikarkeppni karla í handknattleik, Powerade-bikarnum, en undanúrslitaleikirnir fara þá fram í Laugardalshöllinni.
Fram og Haukar eigast við í fyrri leiknum sem hefst klukkan 18 en viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15.
Sigurliðin í þessum leikjum mætast í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni klukkan 16 á laugardaginn.
Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en Stjarnan sló þá út í átta liða úrslitum keppninnar á dögunum.
Auk þess er einn frestaður leikur í úrvalsdeild karla á dagskránni í kvöld. Hörður og ÍBV mætast á Ísafirði klukkan 18.