ÍBV er bikarmeistari

Bikarmeistararnir með verðlaunagripinn.
Bikarmeistararnir með verðlaunagripinn. mbl.is/Óttar

Bikar­meist­ara­tit­ill­inn í hand­bolta kvenna er Vest­manna­ey­inga árið 2023. Úrslita­leik­ur ÍBV og Vals var frá­bær í Laug­ar­dals­höll í dag.

ÍBV byrjaði bet­ur og stemn­ing­in var þeirra meg­in en Val­ur sýndi styrk sinn þegar leið á hálfleik­inn. ÍBV varð fyr­ir áfalli þegar Marta Wawrzynkowska fékk reisupass­ann fyr­ir að hafa farið utan í Theu Imani Sturlu­dótt­ur þegar Valskon­an stökk inn í teig­inn. ÍBV efld­ist við áfallið og þó Val­ur hafi náð þriggja marka for­skoti á tíma­bili náði ÍBV að minnka mun­inn í eitt mark áður en fyrri hálfleik­ur var flautaður af, 14:13 Val í vil.

Val­ur gekk á lagið í upp­hafi seinni hálfleiks en svo komu Vest­manna­ey­ing­ar til baka, jöfnuðu met­in þegar um tíu mín­út­ur voru liðnar af seinni hálfleik. Þær komust svo yfir í kjöl­farið og bættu svo í for­skotið. Val­ur átti eng­in svör við leik Hrafn­hild­ar Hönnu Þrast­ar­dótt­ur sem var ekk­ert minna en stór­kost­leg í leikn­um.

Það má segja að ÍBV hafi viljað þetta meira í dag. Eyja­kon­ur byrjuðu leik­inn bet­ur og virt­ust hafa eflst við áfallið þegar Marta fékk rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik­inn. Fylli­lega verðskuldaður sig­ur hjá ÍBV. Hrafn­hild­ur Hanna var ótrú­leg í dag og Birna Berg studdi vel við hana í marka­skor­un­inni. Ólöf Mar­en kom sterk inn í mark Eyja­kvenna þegar Mörtu var vikið af leik­velli og varði vel.

Eyja­konu fóru að lok­um með tveggja marka sig­ur, 31:29, og nú munu þær sigla með bik­ar­inn til Eyja.

Til ham­ingju ÍBV!

Mbl.is var í Laug­ar­dals­höll og færði ykk­ur allt það helsta í beinni texta­lýs­ingu.

Dómarinn gefur Mörtu Wawrzynkowsku rautt spjald.
Dóm­ar­inn gef­ur Mörtu Wawrzynkowsku rautt spjald. mbl.is/Ó​ttar
ÍBV 31:29 Val­ur opna loka
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir - 12
Birna Berg Haraldsdóttir - 7
Sunna Jónsdóttir - 6
Elísa Elíasdóttir - 4
Harpa Valey Gylfadóttir - 2
Mörk 11 / 4 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir
5 - Mariam Eradze
4 - Elín Rósa Magnúsdóttir
2 - Hildur Björnsdóttir
2 - Thea Imani Sturludóttir
2 - Sigríður Hauksdóttir
2 - Sara Dögg Hjaltadóttir
1 - Auður Ester Gestsdóttir
Ólöf Maren Bjarnadóttir - 7
Marta Wawrzynkowska - 3
Varin skot 4 - Saga Sif Gísladóttir
2 - Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir

2 Mín

Rautt Spjald Marta Wawrzynkowska
Brottvísanir

0 Mín

mín.
60 Leik lokið
Það má segja að ÍBV hafi viljað þetta meira í dag. Eyjakonur byrjuðu leikinn betur og virtust hafa eflst við áfallið þegar Marta fékk rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleikinn. Fyllilega verðskuldað. Hrafmhildur Hanna var ótrúleg í dag og Birna Berg studdi vel við hana í markaskoruninni.
60 31 : 29 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Síðasta markið í leiknum en ÍBV er bikarmeistari í handbolta kvenna árið 2023!
60 Ólöf Maren Bjarnadóttir (ÍBV) varði skot
60 31 : 28 - Harpa Valey Gylfadóttir (ÍBV) skoraði mark
59 30 : 28 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
59 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (Valur) varði skot
Vel gert.
59 Ólöf Maren Bjarnadóttir (ÍBV) varði skot
Frá Mariam.
58 30 : 27 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Þvílíkur leikur hjá henni.
58 29 : 27 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
57 Thea Imani Sturludóttir (Valur) á skot í slá
Valur heldur boltanum.
56 29 : 26 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
56 29 : 25 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Hún skorar og skorar og skorar.
56 Ólöf Maren Bjarnadóttir (ÍBV) varði skot
Vel varið frá Mariam.
55 28 : 25 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
55 27 : 25 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
Af vörninni og lekur inn.
54 Textalýsing
Ágúst tekur leikhlé.
54 Sunna Jónsdóttir (ÍBV) á skot í stöng
54 Textalýsing
Thea með skot sem vörnin tekur.
53 27 : 24 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skorar úr víti
53 Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) fiskar víti
53 27 : 23 - Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skoraði mark
Fjögurra marka munur!
52 Mariam Eradze (Valur) skýtur yfir
Frekar óskynsamlegt.
51 26 : 23 - Elísa Elíasdóttir (ÍBV) skoraði mark
Frábær sending inn á línuna, vel gripið og vel klárað.
51 Valur tapar boltanum
Slök sending. ÍBV getur komist þremur mörkum yfir.
50 25 : 23 - Elísa Elíasdóttir (ÍBV) skoraði mark
Vörnin tekur skot frá Birnu en Elísa nær frákastinu, fer í gegn og skorar.
49 24 : 23 - Sigríður Hauksdóttir (Valur) skoraði mark
Fer inn úr horninu.
49 24 : 22 - Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) skoraði mark
48 Valur tapar boltanum
ÍBV tekur leikhlé.
48 Saga Sif Gísladóttir (Valur) varði skot
Vörnin tekur skotið frá Hrafnhildi Hönnu og Saga grípur boltann.
47 23 : 22 - Auður Ester Gestsdóttir (Valur) skoraði mark
Sara Dögg með skemmtileg tilþrif og finnur Auði í horninu.
46 23 : 21 - Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) skoraði mark
Fer í gegn og kemur Eyjakonum tveimur mörkum yfir.
45 Textalýsing
Hávörnin tekur skotið og ÍBV fer í sókn.
45 22 : 21 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Sláin inn úr skrefinu. Hrafnhildur Hanna hefur verið frábær í dag.
44 21 : 21 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Frábær sókn og Þórey fer í gegn og klárar.
43 21 : 20 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Stekkur upp fyrir utan. Vel gert.
42 20 : 20 - Sigríður Hauksdóttir (Valur) skoraði mark
Vel gert hjá Sigríði, hennar fyrsta mark í dag.
42 20 : 19 - Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skoraði mark
ÍBV kemst aftur yfir.
41 19 : 19 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
Jafnar um hæl.
41 19 : 18 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
ÍBV er komið yfir!
41 Valur tapar boltanum
40 Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) á skot í stöng
Skotið af vörninni.
39 Valur tapar boltanum
Kastar boltanum upp í stúku.
39 Textalýsing
Ágúst tekur leikhlé.
39 18 : 18 - Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) skoraði mark
Birna jafnar fyrir ÍBV.
39 Ólöf Maren Bjarnadóttir (ÍBV) varði skot
Ver frá Elínu Rósu.
38 17 : 18 - Harpa Valey Gylfadóttir (ÍBV) skoraði mark
Tvö mörk í röð frá ÍBV.
38 16 : 18 - Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) skoraði mark
37 15 : 18 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Fer í gegn og skorar.
37 Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) á skot í slá
Sláin og niður á línu en inn fór hann ekki.
36 Ólöf Maren Bjarnadóttir (ÍBV) varði skot
Ólöf ver frá Lilju úr horninu.
35 15 : 17 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Skorar af harðfylgi.
35 14 : 17 - Hildur Björnsdóttir (Valur) skoraði mark
Hildigunnur skorar af línunni.
35 Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skýtur framhjá
33 14 : 16 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Þórey Anna skorar að vild. Þær verða að reyna að finna leiðir til að loka á hana.
32 14 : 15 - Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) skoraði mark
Skorar fyrir utan eftir langa sókn.
32 13 : 15 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Fer inn úr horninu, Ólöf er í boltanum en ræður ekki við skotið.
31 Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann.
4 Hildigunnur Einarsdóttir (Valur) fiskar víti
30 Hálfleikur
ÍBV byrjaði betur og stemningin var þeirra megin en Valur sýndi styrk sinn þegar leið á hálfleikinn. ÍBV varð fyrir áfalli þegar Marta Wawrzynkowska fékk reisupassann fyrir að hafa farið utan í Theu Imani Sturludóttur þegar Valskonan stökk inn í teiginn. ÍBV efldist við áfallið og þó Valur hafi náð þriggja marka forskoti á tímabili náði ÍBV að minnka muninn í eitt mark áður en fyrri hálfleikur var flautaður af.
30 13 : 14 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Hrafnhildur á síðasta orðið í fyrri hálfleik. Vel gert hjá ÍBV eftir þessa blautu tusku frá dómurum leiksins.
30 Ólöf Maren Bjarnadóttir (ÍBV) varði skot
Ver frá Elínu Rósu. Vel varið frá Ólöfu.
29 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skýtur yfir
Stekkur upp fyrir utan þegar höndin er komin upp en skotið fer yfir.
28 12 : 14 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skorar úr víti
Örugg sem fyrr.
28 Mariam Eradze (Valur) fiskar víti
28 Ólöf Maren Bjarnadóttir (ÍBV) varði skot
27 12 : 13 - Elísa Elíasdóttir (ÍBV) skoraði mark
Frábær sending frá Hörpu inn á línuna.
26 11 : 13 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Tekur frákastið og skorar.
25 Saga Sif Gísladóttir (Valur) varði skot
ÍBV heldur boltanum.
25 10 : 13 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skorar úr víti
25 Hildur Björnsdóttir (Valur) fiskar víti
24 10 : 12 - Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) skoraði mark
Í gegnum hávörnina.
23 9 : 12 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
ÍBV tapar boltanum og Mariam skorar yfir völlinn. Enginn í markinu.
23 Saga Sif Gísladóttir (Valur) varði skot
21 Textalýsing
Dómararnir skoða hér atvik þar sem Marta fer utan í Theu þegar Thea hoppar inn í teiginn. Varamannabekur ÍBV stendur á fætur og peppar stuðningsmenn sýna. Þetta verður áhugavert.
21 Marta Wawrzynkowska (ÍBV) rautt spjald
Neineinei. ÍBV er að missa markmanninn sinn af velli. Þetta er afleit ákvörðun og leikurinn er ónýtur.
21 9 : 11 - Thea Imani Sturludóttir (Valur) skoraði mark
21 ÍBV tapar boltanum
Elín Rósa stelur boltanum og kemur honum á Theu sem skorar.
20 9 : 10 - Elín Rósa Magnúsdóttir (Valur) skoraði mark
Gott skot í skrefinu.
19 9 : 9 - Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skoraði mark
Tekur frákastið af miklu harðfylgi og skorar gott mark.
19 Saga Sif Gísladóttir (Valur) varði skot
Ver frá Sunnu.
18 8 : 9 - Hildur Björnsdóttir (Valur) skoraði mark
Fer inn af línunni.
18 8 : 8 - Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) skoraði mark
Gott mark.
18 7 : 8 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Getur ekki hætt að skora.
17 Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) skýtur framhjá
17 7 : 7 - Sara Dögg Hjaltadóttir (Valur) skoraði mark
16 7 : 6 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Frábært mark hjá henni. Stekkur upp fyrir utan og setur hann upp í bláhornið.
15 Textalýsing
Þá tekur ÍBV leikhlé.
15 6 : 6 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Þórey jafnar fyrir Val.
14 Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (Valur) varði skot
Ver vel frá Sunnu.
14 6 : 5 - Sara Dögg Hjaltadóttir (Valur) skoraði mark
Flott undirhandarskot.
13 Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skýtur yfir
Vill fá aukakast en fær ekki.
12 Mariam Eradze (Valur) á skot í slá
Stekkur upp fyrir utan en boltinn smellur í þverslánni og fer þaðan aftur fyrir. ÍBV getur komist þremur mörkum yfir.
12 Hildigunnur Einarsdóttir (Valur) á skot í slá
Skýtur í slá af línunni.
11 Textalýsing
Það er virkilega góð stemning hjá Vestmannaeyingum. Þær eru fastar fyrir í vörninni og Marta er í stuði í markinu.
0 Textalýsing
Valur tekur leikhlé. ÍBV-liðið byrjar leikinn af miklum krafti.
0 Textalýsing
Valur tekur leikhlé. ÍBV-liðið byrjar leikinn af miklum krafti.
10 ÍBV tapar boltanum
Kasta boltanum útaf.
10 Marta Wawrzynkowska (ÍBV) varði skot
Ver aftur frá Hildigunni á línunni.
9 Textalýsing
Vestmannaeyingar skora en markið stendur ekki. Lína.
9 Marta Wawrzynkowska (ÍBV) varði skot
Varði vel frá Hildigunni inni á línunni.
8 6 : 4 - Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skoraði mark
8 Marta Wawrzynkowska (ÍBV) varði skot
Varði vel frá Mariam.
7 5 : 4 - Elísa Elíasdóttir (ÍBV) skoraði mark
Vel spilað inn á línuna.
6 Valur tapar boltanum
5 4 : 4 - Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skoraði mark
5 3 : 4 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
4 Birna Berg Haraldsdóttir (ÍBV) á skot í stöng
4 3 : 3 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skorar úr víti
3 3 : 2 - Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Valur) skoraði mark
Inn úr horninu.
3 3 : 1 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
3 2 : 1 - Sunna Jónsdóttir (ÍBV) skoraði mark
Fer af vörninni.
2 1 : 1 - Mariam Eradze (Valur) skoraði mark
Stekkur upp fyrir utan.
2 Textalýsing
Vörn ÍBV sterk hér í upphafi.
1 1 : 0 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (ÍBV) skoraði mark
Gott undirhandarskot.
0 Leikur hafinn
ÍBV byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Það eru tvær mínútur í leik og enn talsvert af lausum sætum í höllinni. Þó mætingin megi vera betri vantar ekki neitt upp á stemninguna. Vonandi fáum við spennandi og umfram allt skemmtilegan leik hér í dag.
0 Textalýsing
Þá stendur fólk á fætur á meðan við hlýðum á þjóðsönginn.
0 Textalýsing
Valur varð fyrir mikilli blóðtöku á dögunum þegar Sara Sif Helgadóttir, landsliðsmarkvörður meiddist og ljóst var að hún kemur ekki meira við sögu á keppnistímabilinu.
0 Textalýsing
Ljósin hafa verið slökkt í Laugardalshöll og verið er að kynna liðin til leiks. Það er ljósasýning og gríðarlega góð stemning í húsinu.
0 Textalýsing
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, hefur tekið út tveggja leikja bann og verður á hliðarlínunni í dag.
0 Textalýsing
Stuðningsmenn liðanna eru farnir að týnast inn. Vonandi verður rafmögnuð stemning í húsinu.
0 Textalýsing
Liðin tvö eru efst og jöfn á toppi úr­vals­deildar kvenna með 32 stig hvort. ÍBV hef­ur unnið alla leiki í deild og bik­ar frá 19. októ­ber þegar liðið tapaði á heimavelli fyr­ir Val, 26:31. Síðan hefur liðið unnið Val tvisvar, 32:29 á Hlíðar­enda í janú­ar og 29:28 í drama­tísk­um leik í Eyj­um 25. fe­brú­ar.
0 Textalýsing
ÍBV hef­ur orðið bikar­meist­ari þris­var; árin 2001, 2002 og 2004.
0 Textalýsing
Valskon­ur eiga titil að verja frá því í fyrra­vet­ur en fé­lagið hef­ur alls unnið bik­ar­inn átta sinn­um frá 1988.
0 Textalýsing
Valur lagði Hauka í undanúrslitum á miðvikudag og á sama tíma lagði ÍBV lið Selfoss.
0 Textalýsing
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá úrslitaleik Vals og ÍBV í bikarkeppni kvenna í handbolta.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson

Gangur leiksins: 4:4, 6:4, 6:6, 9:10, 10:13, 13:14, 15:17, 18:18, 22:21, 25:23, 28:25, 31:29.

Lýsandi: Ólafur Pálsson

Völlur: Laugardalshöll

ÍBV: Marta Wawrzynkowska (M), Tara Sól Úranusdóttir (M), Ólöf Maren Bjarnadóttir (M). Ingibjorg Olsen, Alexandra Ósk Viktorsdóttir , Harpa Valey Gylfadóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Ólöf María Stefánsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Karolina Anna Olszowa, Sara Dröfn Richardsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Ásta Björt Júlíusdóttir , Sunna Jónsdóttir, Amelía Dís Einarsdóttir.

Valur: Saga Sif Gísladóttir (M), Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir (M). Sigríður Hauksdóttir, Sara Dögg Hjaltadóttir, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Lilja Ágústsdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Auður Ester Gestsdóttir, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir, Mariam Eradze, Thea Imani Sturludóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert