Handboltamaðurinn Ásgeir Snær Vignisson mun að öllum líkindum skipta frá sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg til norska úrvalsdeildarliðsins Fjellhammer í sumar.
Ásgeir Snær gekk til liðs við Helsingborg fyrir yfirstandandi tímabil.
Liðið er sem stendur á botni sænsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.
Norski fjölmiðlamaðurinn og handboltalýsandinn Thomas Karlsen greinir frá því á Twitter-aðgangi sínum að viðræður Fjellhammer við hægri skyttuna séu á lokastigi.
Fjellhammer er sem stendur í áttunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Ásgeir Snær, sem er 23 ára gamall, hefur áður leikið með ÍBV og Val, þar sem hann er uppalinn, hér á landi.
🚨 Fjellhammer skal nærme seg ny høyreback! 🚨
— Thomas Karlsen (@Thomas_Karls1) March 20, 2023
Fjellhammer er i sluttforhandlinger med 23 år gamle islandske Ásgeir Snær Vignisson 👀
Høyrebacken kommer fra svenske OV Helsingborg og har tidligere spilt for Valur og vil være erstatter for Mitrovic som skal til 2.Bundesliga 🤝