Líkt og flestir íþróttaáhugamenn bíð ég í ofvæni eftir leik Vals og þýska liðsins Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik, sem fer fram á Hlíðarenda í kvöld.
Ljóst er að um stærðarinnar prófraun verður að ræða fyrir Íslandsmeistarana enda Göppingen eitt af 18 liðum í sterkustu deild heims.
Liðið gerði á laugardag jafntefli við Flensburg, sem var einmitt með Val í riðli í Evrópudeildinni og vann báða leikina, þar sem Valsmenn stóðu þó vel í þýska stórliðinu.
Göppingen hefur yfir fjölda toppleikmanna að skipa en hefur hins vegar ekki gengið nægilega vel í þýsku 1. deildinni á yfirstandandi tímabili, enda aðeins með 14 stig í 15. sæti eftir 23 leiki.
Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.