Fredericia, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, lagði Ribe-Esbjerg, 33:29, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Einar Þorsteinn Ólafsson er leikmaður Fredericia en hann náði ekki að skora í leiknum. Hann lagði þó upp eitt mark.
Í liði Ribe-Esbjerg varði Ágúst Elí Björgvinsson 11 skot í markinu og Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk. Arnar Birkir Hálfdánarson var ekki með í kvöld.
Fredericia er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig eftir 14 leiki. Ribe-Esbjerg er tveimur sætum neðar með 20 stig en átta efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppni í vor.