Íslendingalið Kolstad tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Fjellhammer í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í 20. umferð deildarinnar í dag.
Leiknum lauk með eins marks sigri Fjellhammer, 33:32, en Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad og Sigvaldi Björn Guðjónsson tvö.
Þrátt fyrir tapið er Koldstad áfram í efsta sæti deildarinnar með 38 stig, sex stigum meira en Elverum sem er í öðru sætinu.