Aldís Ásta Heimisdóttir átti stórleik fyrir Skara þegar liðið heimsótti Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Leiknum lauk með öruggum sigri Sävehof, 37:27, en Aldís Ásta skoraði sjö mörk úr níu skotum og var markahæst í liði Skara.
Jóhanna Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk fyrir Skara sem er með 22 stig í sjöunda sæti deildarinnar en tólf lið leika í sænsku úrvalsdeildinni.