Veszprém er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildar karla í handknattleik eftir stórsigur gegn Pick Szeged í fyrri leik liðanna í 12-liða úrslitum keppninnar í Szeged í dag.
Leiknum lauk með 13 marka sigri Veszprém, 36:23, en Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprém í kvöld.
Liðin mætast á nýjan leik fimmtudaginn 30. mars í Veszprém og þarf Pick Szeged á kraftaverki að halda til þess að komast áfram í keppninni.