Dönsku liðin Aalborg og GOG mætast í fyrri leik sínum í 1. umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í kvöld.
Skakkaföllin hjá heimamönnum í Aalborg eru með nokkrum ólíkindum þar sem alls sex stórir póstar hjá liðinu geta ekki tekið þátt í stórleik kvöldsins.
Þetta eru Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins,sem er að glíma við meiðsli á læri, stórstjarnan Mikkel Hansen, Martin Larsen og sænsku landsliðsmennirnir Felix Claar, Lukas Sandell og Jesper Nielsen.
Í leik kvöldsins þarf Aalborg því að leita til leikmanna í unglingaliði sínu til þess að eiga í 16-manna hóp.