Viktor Gísli Hallgrímsson átti góða innkomu hjá Nantes þegar liðið heimsótti Wisla Plock í fyrri leik liðanna í 12-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handknattleik í Póllandi í gær.
Viktor Gísli varði fjögur skot í leiknum sem lauk með jafntefli, 32:32, en liðin mætast á nýjan leik eftir viku í Frakklandi.
Tvær af markvörslum Viktors í gær voru sérlega glæsilegar en evrópska handknattleikssambandið birti myndband af þeim í morgun á Instagram.