Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir átti stórgóðan leik í sigri Zwickau á Halle-Neustadt í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.
Leiknum lauk með sex marka sigri Zwickau, 27:21. Díana skoraði átta mörk og var markahæst í sínu liði.
Þetta var mikilvægur sigur fyrir Zwickau en liðið er nú í 11. sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.