Sylvía Björt Blöndal var mögnuð er Afturelding tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik með tíu marka útsigri á FH, 40:30, í dag.
Mosfellingar fóru að ná góðri forystu undir lok fyrri hálfleiksins og eftir það var sigurinn aldrei í hættu.
Sylvía Björt skoraði heil 14 mörk fyrir Aftureldingu en Katrín Helga Davíðsdóttir var næstmarkahæst fyrir Mosfellinga með sex mörk. Hildur Guðjónsdóttir var markahæst í liði FH með níu stykki.
Afturelding er nú komin upp í efstu deild á nýjan leik er ein umferð er eftir af tímabilinu.