Teitur og félagar auðveldlega áfram

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg gegn Benfica.
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg gegn Benfica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í Flensburg frá Þýskalandi voru ekki í nokkrum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í dag.

Þeir fengu Benfica frá Portúgal í heimsókn en úrslitin voru nánast ráðinn eftir fyrri leikinn í Lissabon þar sem Flensburg vann yfirburðasigur, 39:26. 

Í dag urðu lokatölurnar 33:28 í Flensburg og þýska liðið vann því einvígið með samtals 18 marka mun.

Teitur skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í leiknum en markahæstur var norski landsliðsmaðurinn Göran Johannessen með sex mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert