Björgvin Páll Gústavsson átti eina bestu markvörsluna í seinni leikjum 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handbolta í gærkvöldi.
Björgvin og félagar eru úr leik eftir tvö töp fyrir þýska liðinu Göppingen, en hetjuleg barátta Valsmanna í keppninni vakti mikla athygli.
Landsliðsmarkvörðurinn varði glæsilega frá Kresimir Kozina, línumanni Göppingen, um miðjan seinni hálfleikinn í gær.
Vörslu Björgvins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
King Pilipovic strikes again 🙌🤯 #RoadToFlensburg #ehfel
— EHF European League (@ehfel_official) March 29, 2023
5️⃣ Björgvin Gustavsson | @valurhandbolti 😮🔥
4️⃣ Salah Boutaf | Skanderborg-Aarhus 💪
3️⃣ Rangel Luan | @BMGranollers 😱
2️⃣ Benjamin Buric | @SGFleHa 🚀
1️⃣ Kristian Pilipovic | @kadettensh 😳🤯 pic.twitter.com/zng0PYoSeG