Skara mátti þola 21:27-tap á útivelli gegn Höör í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum sænska handboltans í kvöld.
Liðið sem vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit. Höör er því komið í góð mál með 1:0-forystu en liðið endaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar í vetur á meðan Skara endaði í sjöunda sæti, níu stigum neðar.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Skara og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir bætti við tveimur til viðbótar.