Tryggvi með eitt af mörkum umferðarinnar (myndskeið)

Tryggvi Garðar Jónsson er skothörð skytta eins og sjá má …
Tryggvi Garðar Jónsson er skothörð skytta eins og sjá má í myndskeiðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Garðar Jónsson átti frábæran leik með Valsmönnum þegar þeir töpuðu naumlega fyrir Göppingen, 33:31, í seinni leik sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar í handbolta í gærkvöld og hann átti líka eitt af fallegustu mörkum umferðarinnar.

Tryggvi skoraði ellefu mörk í leiknum og eitt þeirra er í fimmta sætinu yfir bestu mörk umferðarinnar sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum deildarinnar.

Mörkin fimm má sjá hér fyrir neðan og byrjað er á þrumufleyg Tryggva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert