Tryggvi Garðar Jónsson átti frábæran leik með Valsmönnum þegar þeir töpuðu naumlega fyrir Göppingen, 33:31, í seinni leik sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar í handbolta í gærkvöld og hann átti líka eitt af fallegustu mörkum umferðarinnar.
Tryggvi skoraði ellefu mörk í leiknum og eitt þeirra er í fimmta sætinu yfir bestu mörk umferðarinnar sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum deildarinnar.
Mörkin fimm má sjá hér fyrir neðan og byrjað er á þrumufleyg Tryggva.
Best goal of the round is: _______ 🚀 #RoadToFlensburg #ehfel
— EHF European League (@ehfel_official) March 29, 2023
5️⃣ Tryggvi Jónsson | @valurhandbolti 🔥
4️⃣ Julius Lindskog Andersson | @YIFhandboll 😎
3️⃣ Torben Petersen | Skanderborg-Aarhus 😳
2️⃣ Demis Grigoras | @SLBenfica 🤯
1️⃣ Lasse Møller | @SGFleHa 😱 pic.twitter.com/woxcADnQHL