Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik hefur skrifað undir nýjan samning við þýska félagið Leipzig.
Nýi samningurinn gildir til ársins 2027 og var tilkynnt um hann frammi fyrir 4.000 áhorfendum áður en leikur Leipzig og Gummersbach hófst um fimmleytið í dag.
Viggó hefur átt góðu gengi að fagna með Leipzig í vetur, sérstaklega eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins, en hann er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar með 135 mörk. Hann slasaðist í síðustu viku og leikur ekki meira á þessu keppnistímabili.
2⃣0⃣2⃣7⃣
— DHfK Handball (@DHfK_Handball) March 30, 2023
Viggó Kristjánsson hat seinen Vertrag langfristig bis 2027 verlängert! 🖊💪
Unser verletzter Isländer verkündete die erfreuliche Nachricht soeben vor über 4.000 Zuschauern unmittelbar vor Anwurf des Heimspiels gegen Gummersbach! 💚🤍💚🤍 pic.twitter.com/GgBr4HYBWF