Donni og Björgvin birtu samtalið

Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson á HM í …
Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson á HM í Svíþjóð. Kristinn Magnússon

Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson, oftast kallaður Donni, landsliðsmenn í handbolta, birtu í dag samskipti sín í aðdraganda leiks Vals og Aix í Evrópudeildinni í handbolta.

Kristján var frá keppni í einhvern tíma vegna andlegra veikinda, en mætti með liði sínu Aix til Íslands í leikinn gegn Val. Kristján greindi frá í viðtali við Vísi að hann hafi fengið niðrandi skilaboð frá leikmanni Vals fyrir leikinn.

Björgvin svaraði á Facebook og sagði Kristján hafa misskilið sig. Þeir hafa nú báðir sagt frá sinni hlið og birt skjáskot af samskiptum sínum á Facebook.

„Ástæðan fyrir því að ég hef alltaf bara rætt beint við þig er til þess að reyna að hjálpa þér. Þú kannski áttar þig ekki á því akkurat núna. Í skilaboðunum sem ég sendi þér var ég of harðorður í þinn garð og þá sérstaklega þar sem ég nota orðið „bíó“. Það var lélegt hjá mér og ég biðst afsökunar á því,“ sagði Björgvin m.a. í skilaboðum sínum til Kristjáns.

Er Björgvin þar að útskýra betur eftirfarandi skilaboð: „Í fullri hreinskilni þá er þetta viðtal við þig í Stöð 2 / Vísir.is til skammar út frá því að þú sért svo bara að fara að spila á morgun. Ekki misskilja mig, ég hef skilning fyrir andlegum vandamálum. Ef einhver ... þá ég.“

Hér fyrir neðan má sjá skilaboðasögu þeirra Björgvins og Kristjáns.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert