Viktor Gísli Hallgrímsson átti bestu tilþrif markvarða í seinni leikjum 12-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í handbolta.
Landsliðsmarkvörðurinn, sem leikur með franska liðinu Nantes, átti glæsilega tvöfalda vörslu í leik liðsins gegn Wisla Plock frá Póllandi.
Því miður fyrir Viktor og félaga dugði varslan ekki til, því pólska liðið fagnaði sigri og sæti í átta liða úrslitum.
Tilþrifin glæsilegu má sjá hér fyrir neðan, en vörslur Viktors má sjá eftir 45 sekúndur af myndskeiðinu.
Best save here? 🧐 #ehfcl
— EHF Champions League (@ehfcl) March 31, 2023
Enjoy the 𝗧𝗢𝗣 𝟱 SAVES | 𝗣𝗹𝗮𝘆-𝗼𝗳𝗳𝘀 2nd 𝗹𝗲𝗴! pic.twitter.com/f8ajxsfzSa