Eyjamenn í þriðja sæti eftir stórsigur

Rúnar Kárason átti góðan leik fyrir ÍBV.
Rúnar Kárason átti góðan leik fyrir ÍBV. mbl.is/Óttar Geirsson

ÍBV endurheimti í dag þriðja sæti Olísdeildar karla í handbolta með sannfærandi 33:24-útisigri á Gróttu á Seltjarnarnesinu.

Staðan var 10:10 þegar langt var liðið á fyrri hálfleik, en þá tók ÍBV við sér og var staðan 16:12, ÍBV í vil, í hálfleik.

Grótta minnkaði muninn í 18:16 snemma í seinni hálfleik, en Eyjamenn svöruðu með afar góðum kafla, komust í 25:17 og gerðu út um leikinn í leiðinni.

Mörk Gróttu: Ari Pétur Eiríksson 7, Daníel Örn Griffin 3, Jakob Stefánsson 3, Birgir Steinn Jónsson 3, Hannes Grimm 2, Lúðvík Arnkelsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Theis Søndergård 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7, Daníel Andri Valtýsson 3.

Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 7, Sveinn Jose Rivera 4, Dagur Arnarsson 3, Arnór Viðarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 3, Elvar Erlingsson 3, Pavel Miskevich 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Gabríel Martínez Róbertsson 1, Andrés Marel Sigurðsson 1, Nökkvi Snær Óðinsson.

Varin skot: Pavel Miskevich 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert