Fór á kostum í markinu

Ágúst Elí Björgvinsson átti afar góðan leik.
Ágúst Elí Björgvinsson átti afar góðan leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ágúst Elí Björgvinsson átti glæsilegan leik fyrir Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Því miður fyrir hann og liðsfélaga hans, máttu þeir þola tap gegn Aalborg á heimavelli.

Markvörðurinn, sem er uppalinn hjá FH, varði 17 skot í markinu, þar af eitt víti. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú fyrir Ribe-Esbjerg en Arnar Birkir Hálfdánsson kom lítið við sögu og skoraði ekki mark.

Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Aalborg er í toppsæti deildarinnar með 43 stig eftir 25 leiki, eins og GOG. Ribe-Esbjerg er í tíunda sæti af 14 liðum með 20 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert