Topplið Kolstad vann útisigur á Elverum, 30:27, í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur í liði Kolstad með átta mörk og Janus Daði Smárason kom næstur með sjö mörk. Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark fyrir Elverum.
Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar, en Kolstad vann deildina með yfirburðum og tryggði sér þar með norska meistaratitilinn.
Liðið mætir Halden í átta liða úrslitum um sigur í úrslitakeppninni. Elverum mætir Kristiansand.