Meistararnir misstigu sig í Íslendingaslag

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson áttust við í …
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson áttust við í þýsku deildinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íslendingalið Melsungen og Magdeburg skildu jöfn, 27:27, þegar þau áttust við í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í dag.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Magdeburg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla.

Elvar Örn Jónsson skoraði þá þrjú mörk fyrir Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Með sigri hefðu ríkjandi Þýskalandsmeistarar Magdeburg tyllt sér á topp deildarinnar en halda þess í stað kyrru fyrir í þriðja sæti, nú með 38 stig, einu stigi á eftir toppliði Füchse Berlín.

Melsungen er í tíunda sæti með 24 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert