Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik, heldur áfram að leika vel fyrir Kadetten Scaffhausen í svissnesku A-deildinni.
Í gær var hann ekki jafn drjúgur í markaskorun og oft áður en skoraði þó sex mörk í 36:28-sigri á deildarmeisturum Kriens í toppslag deildarinnar.
Skoraði hann mörkin sex úr jafnmörgum skotum, sem er 100 prósenta nýting. Fjögur markanna komu úr vítaköstum.
Um lokaumferð deildarinnar var að ræða þar sem Kriens var þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og Kadetten átti annað sætið víst.
Amicita Zürich mun sömuleiðis keppa um hann eftir að hafa hafnað í fjórða sæti.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur marka Amicitia í 22:26-tapi liðsins gegn Wacker Thun í gær en hann er nýkominn af stað eftir að hafa meiðst á heimsmeistaramótinu í janúar.
Wacker Thun hafnaði í sjötta sæti en átta efstu liðin munu brátt eigast við í úrslitakeppninni um svissneska meistaratitilinn.