Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handknattleik frá og með næsta tímabili og verður því með báða meistaraflokka félagsins.
Einar er þjálfari karlaliðs Fram en Stefán Arnarson lætur af störfum sem þjálfari kvennaliðsins að þessu tímabili loknu eftir langan og farsælan feril.
Í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram segir að Einar sé ráðinn í fullt starf hjá deildinni og taki jafnframt að sér stöðu afreksþjálfara hennar. Auk þjálfunar beggja meistaraflokka félagsins muni hann því líka einbeita sér að þjálfun yngri leikmanna félagsins og tryggja að þeir fái þá aðstoð og þjálfun sem til þurfi.