Karlalið Barcelona í handknattleik tryggði sér í gærkvöld spænska meistaratitilinn með öruggum sigri á Atlético Valladolid, 32:24.
Börsungar hafa verið í sérflokki í spænsku 1. deildinni þetta tímabilið líkt og undanfarin ár enda hefur liðið nú staðið uppi sem spænskur meistari þrettán tímabil í röð.
Enn eru sjö umferðir eftir af spænsku deildinni en Barcelona hefur gert sér lítið fyrir og unnið alla 23 leiki sína til þessa, er með 14 stiga forskot á Granollers, sem getur tölfræðilega jafnað Börsunga að stigum en stendur vitanlega verra að vígi í innbyrðis viðureignum liðanna.