Byrjaði úrslitakeppnina með látum

Óðinn Þór Ríkharðsson byrjar vel í úrslitakeppninni.
Óðinn Þór Ríkharðsson byrjar vel í úrslitakeppninni. mbl.is/Óttar Geirsson

Kadetten er komið í 1:0 í einvígi sínu gegn Suhr Aarau í átta liða úrslitum um svissneska meistaratitilinn í handbolta eftir 31:26-heimasigur í fyrsta leik í kvöld. Þrjá leiki þarf til að fara í undanúrslit.

Líkt og oftast var Óðinn Þór Ríkharðsson markahæstur hjá Kadetten með níu mörk, þar af fjögur úr vítum. Nýtti hann níu af tólf skotum sínum. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið.

Næsti leikur einvígisins er á laugardaginn kemur á heimavelli Suhr Aarau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert