Efnilegur markvörður til Íslandsmeistaranna

Ethel Gyða Bjarnasen í markmannstreyju Fram.
Ethel Gyða Bjarnasen í markmannstreyju Fram. Ljósmynd/Fram

Ríkjandi Íslandsmeistarar Fram í handknattleik kvenna hafa komist að samkomulagi við markvörðinn bráðefnilega, Ethel Gyðu Bjarnasen, um að hún leiki með liðinu næstu tvö ár.

Ethel Gyða kemur frá HK, þar sem hún hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki á tímabilinu.

Hún er aðeins 17 ára gömul og er lykilmaður hjá sterku U19-ára landsliði Íslands.

HK er fallið úr úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni, á meðan Fram mun etja kappi við Hauka í 1. umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.

Ethel Gyða gengur til liðs við Fram í sumar að yfirstandandi tímabili loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert