Bjarki Már og félagar í úrslit

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk i leiknum.
Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk i leiknum. mbl.is/Hallur Már

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í Veszprém eru komnir í úrslitaleik ungverska bikarsins í handbolta eftir sigur á Tátabánya í Györ í dag. 

Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Veszprém, 26:22, en stórveldið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 11:9. 

Bjarki Már var næstmarkahæstur í liði Veszprém með fjögur mörk en markahæstur var Svíinn Andreas Nilsson með sex mörk. 

Veszprém mætir Pick Szeged eða Dabas í úrslitaleiknum en viðureign þeirra fer fram síðar í dag. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Györ á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert