Markahæstur og þarf einn sigur í viðbót

Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik.
Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik. mbl.is/Óttar Geirsson

Óðinn Þór Ríkharðsson lék vel með Kadetten er liðið vann 35:24-útisigur á Suhr Aarau í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni um svissneska meistaratitilinn í handbolta.

Hornamaðurinn skoraði sjö mörk úr átta skotum og nýtti öll fjögur vítin sín. Var hann markahæstur í sínu liði. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.

Liðið getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í þriðja leiknum eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert