Gísli magnaður í stórleiknum

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti virkilega góðan leik í dag.
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti virkilega góðan leik í dag. mbl.is/Hallur Már

Magdeburg og Kiel skildu jöfn, 34:34, í stórleik í þýsku 1. deildinni í handbolta karla í dag.

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik fyrir Magdeburg en hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur sex.

Ómar Ingi Magnússon lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla.

Kiel, Füchse Berlin og Magdeburg eru jöfn á toppi deildarinnar, öll með 31 stig. Magdeburg hefur þó leikið einum leik meira en hin tvö liðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert