Bjarki varð bikarmeistari

Bjarki Már Elísson er ungverskur bikarmeistari.
Bjarki Már Elísson er ungverskur bikarmeistari. mbl.is/Hallur Már

Bjarki Már Elísson varð í gær ungverskur bikarmeistari í handknattleik með Veszprém þegar liðið vann Pick Szeged í úrslitaleik í Györ, 35:32.

Bæði lið unnu undanúrslitaleiki sína á laugardaginn og Bjarki skoraði þá fjögur mörk í sigri Veszprém á Tatabánya, 26:22. Hann skoraði hins vegar ekki í úrslitaleiknum í gær.

Danski landsliðsmaðurinn Rasmus Lauge var markahæstur í liði Veszprém með 10 mörk og Slóveninn Gasper Marguc skoraði sex.

Veszprém vann þar með bikarinn í 30. skipti í sögunni en félagið hefur ásamt Pick Szeged mikla yfirburði í ungverska handboltanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert